Dótturfélag 66°N í Danmörku tapaði 9,3 milljónum danskra króna, eða 151 milljón íslenskra króna, á síðasta ári, en árið á undan hafði það tapað 7 milljónum danskra eða 125 milljónum íslenskra króna.

Mestu munaði um aukinn launakostnað, sem fór úr 48 milljónum íslenskra króna 2016 í 80 milljónir 2017. Áður hefur verið greint frá 115 milljóna króna tapi samstæðunnar á síðasta ári, en Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri og eigandi félagsins, segir skýringuna mikla uppbyggingu.