*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 2. september 2018 17:20

Taprekstur hjá Controlant

Nýsköpunarfyrirtækið Controlant tapaði 324 milljónum króna á síðasta rekstrarári, og var með 165 milljónir í tekjur.

Ritstjórn
Gísli Herjólfsson er framkvæmdastjóri Controlant.
Aðsend mynd

Nýsköpunarfyrirtækið Controlant, sem þróar svokallaðar skýjalausnir og vélbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að minnka sóun og koma í veg fyrir skemmdir á viðkvæmum vörum í allri virðiskeðjunni, tapaði 324 milljónum króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 290,2 milljóna króna tap árið áður.

Rekstrartekjur félagsins námu 165,2 milljónum króna samanborið við 186,5 milljónir króna árið á undan. Rekstrartap nam 284,3 milljónum í fyrra. Eignir námu rúmlega 288 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé félagsins var 62,4 milljónir.

Launagreiðslur til starfsmanna námu 226,4 milljónum króna, en meðaltali störfuðu 25 starfsmenn hjá félaginu á síðasta ári. Frumtak slhf. og Frumtak 2 slhf. eru stærstu hluthafar félagsins, en þessi tvö félög eiga samtals rétt rúmlega 52% hlut í Controlant. Gísli Herjólfsson er forstjóri Controlant, en hann á einnig 8% hlut í félaginu

Stikkorð: Controlant