Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að stjórnarsáttmálinn gæti komið mörgum á óvart og hafnar því að sú stjórn sem er nú í kortunum verði kerfisstjórn og snúist um skiptingu ráðherrastóla. Lilja sagðist vera hissa á framkomu nýs flokks eins og Viðreisnar. Það eina sem komi frá flokknum séu stimplar og Viðreisn virðist mikið í mun um að koma íhaldsstimplinum á væntanlega ríkisstjórn að því er kemur fram í hádegisfréttum RÚV.

Þá sagði Ari Trausti, þingmaður Vinstri Grænna, að velferðarmálin og innviðauppbygging verði í forgrunni væntanlegrar ríkisstjórnar en að einnig sé verið að ræða um ýmsar kerfisbreytingar og nefndi fjármálakerfið og stjórnarskránna sem dæmi.

Kerfisstjórn um ráðherrastóla

„Stjórn­mál eiga að snú­ast um sam­an­b­urð á ólík­um leiðum og ólík­um stefn­um. Svo þarf það að hafa ein­hver áhrif þegar kjós­end­ur velja eina stefnu um­fram aðra, en þarna er ein­mitt verið að gera meira af því sama. Meira af því sem hef­ur verið vandi stjórn­mál­anna, að mínu mati, und­an­far­in ár. Stjórn­mála­menn koma með ein­hverj­ar áhersl­ur í kosn­inga­bar­átt­unni, en svo eft­ir kosn­ing­ar þá mynda þeir það sem kalla mætti sam­særi gegn kjós­end­um, um að ná ein­hverj­um lægsta sam­nefn­ara og skipta á milli sín embætt­um í stað þess að berj­ast  fyr­ir þeirri stefnu sem er boðuð,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Sprengisandi í morgun.

Sigmundi þykir ólík­legt að stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, sem nú er á teikni­borðinu muni ráðast í stór og mik­il­væg verk­efni. Hann seg­ir þessa stjórn verða myndaða á sama grunni og síðasta stjórn sem eng­inn hafi vitað um hvað var mynduð, annað en að ná meiri­hluta og skipta á milli sín stól­um.

Sig­mund­ur segir þó jafnframt að óhjá­kvæmi­legt sé að gera mála­miðlan­ir ef flokk­ar eigi að komast í meiri­hluta en það skapi illa nauðsyn, trúi menn á annað borð því sem þeir boði og þá liggi beinast við að starfa með þeim sem standi sér næst í skoðunum. „Hér er verið að fara þver­öfuga leið. Vinna með þeim sem voru kannski lengst í burtu frá viðkom­andi og bein­lín­is gert að stefnu að vinna með sem eru lengst frá viðkom­andi póli­tískt séð í stað þess að vinna með þeim sem voru nær í stefnu og kannski til­bún­ir að fylja því eft­ir sem lofað var í kosn­ing­um.“

Sig­mund­ur seg­ist ekki hafa orðið var við framtíðar­sýn þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem er í mynd­un. Hann bend­ir á að flokk­arn­ir þrír hafi rekið ákveðnar stefn­ur í sín­um mál­efn­um í kosn­inga­bar­átt­unni, en hon­um heyr­ist að ekki eigi að fylgja neinni þeirra eft­ir.

Hann seg­ir að ein­mitt núna sé mik­il­vægt að hafa skýra framtíðar­sýn og fylgja henni eft­ir. Nú séu tæki­færi til að ráðast í stór­ar kerf­is­breyt­ing­ar. „Til dæm­is varðandi fjár­mála­kerfið. Þessi stjórn er ekki að fara að ráðast í þær breyt­ing­ar. Hún er ekki að fara að nýta þessi tæki­færi. Þetta er kerf­is­stjórn. Stjórn um óbreytt fyr­ir­komu­lag.“