Tekjuafkoma hins opinbera reyndist jákvæð um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2016. Á sama tíma 2015 var hún neikvæð um 9 milljarða króna. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands .

Tekjuafgangurinn nam 0,4% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 1% af tekjum hins opinbera. Fyrstu níu mánuði ársins var afgangurinn 378,4 milljarðar eða 33,8% af tekjum tímabilsins. Tekjur af stöðugleikaframlagi var þar af upp á 384.3 milljarðar króna.