*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 19. janúar 2017 07:58

Tekjuhæsta tíundin með 30%

Tekjuhæsta tíund framteljenda hlaut 30% af leiðréttingunni, en tekjulægri helmingurinn 14%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu um niðurfærslu verðtryggðra fasteigna, aðgerð sem er betur þekkt undir nafninu„Leiðréttingin.“ Þar kemur meðal annars fram:

„ [..] hefur lang stærstur hluti lækkunar höfuðstóls verið úthlutað til þeirra sem eru í efri hluta tekjudreifingar landsmanna. Tekjulægri helmingur framteljenda fékk tæp 14% af heildarupphæðinni á meðan tekjuhæsta tíundin fékk tæplega 30% upphæðarinnar.“

Í heildina voru 72,2 milljörðum króna ráðstafað í leiðréttingunni. Því fékk tekjuhæsta tíundin alls 22 milljarða. Þó er einnig tekið fram í skýrslunni að þeir tekjuhærri hafi að jafnaði hærri en skuldir þeirra tekjuminni.