*

laugardagur, 20. apríl 2019
Frjáls verslun 1. júní 2018 09:48

Tekjuhæstu listamenn ársins 2017

Nýtt tekjublað Frjálsrar verslunar kom í verslanir í morgun þar sem finna má tekjur tæplega 4.000 Íslendinga.

Ritstjórn
Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur.
Haraldur Guðjónsson

Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur, er tekjuhæsti listamaður landsins. Tekjur hans námu að jafnaði rétt rúmum 2 milljónum á mánuði samkvæmt álagningarskrám ríkisskattstjóra. Ragnar er þó einnig lögfræðingur GAMMA og því koma tekjur hans ekki eingöngu frá ritstörfum hans. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Í blaðinu má finna upplýsingar um tekjur tæplega 4.000 Íslendinga.

Næstur í röðinni er leikarinn og grínistinn góðkunni Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., en tekjur hans námu að jafnaði rétt rúmlega 1,8 milljón króna á mánuði. Lista yfir tíu tekjuhæstu listamennina má finna hér að neðan.

Tíu tekjuhæstu listamennirnir árið 2017

 1. Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur  2.058
 2. Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Jr.), leikari  1.813
 3. Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi  1.801
 4. Sigurjón B. Sigurðsson (Sjón), rithöfundur  1.648
 5. Sigurður Sigurjónsson, leikari  1.573
 6. Baltasar Kormákur Baltasarsson, leikstjóri  1.483
 7. Pétur Jóhann Sigfússon, leikari  1.393
 8. Jón Kalmann Stefánsson, rithöfundur  1.361
 9. Hilmir Snær Guðnason, leikari  1.324
 10. Huldar Freyr Arnarson, kvikmyndagerðarmaður  1.316 

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2017 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

 • - Viðskiptablaðið sent heim
 • - Vefaðgangur að vb.is
 • - Frjáls verslun sent heim
 • - Fiskifréttir sent heim