*

föstudagur, 22. febrúar 2019
Innlent 29. maí 2017 12:54

Tekjur Costco fimmföld landsframleiðsla

Tekjur Costco samstæðunnar sem er næst stærsta smásölufyrirtæki í heimi nam 120 milljörðum dollara 2016 og er fimmfalt meira en landsframleiðsla Íslands í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Smásölufyrirtækið Costco opnaði verslun sína á Íslandi síðastliðinn þriðjudag. Nú rekur keðjan 732 vöruhús um heim allan. Heildartekjur Costco samstæðunnar sem er næst stærsta smásölufyrirtæki í heimi nam 120 milljörðum dollara í fyrra sem er fimmfalt meira en landsframleiðsla Íslands í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans

Einnig er í  farið yfir ótrúlegt gengi hlutabréfaverð félagsins. Þar kemur fram að einn hlutur í Costco á Nasdaq Kauphöllinni kosti nú 174,7 dollara og hefur hlutabréfaverð í félaginu hækkað um 14,7% á ári að meðaltali síðastliðinn 20 ár. 

Grafið fengið frá hagfræðideild Landsbankans:

Stikkorð: landsframleiðsla Ísland velta Costco