*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 21. nóvember 2018 08:41

Tekjur Eimskipa tæpir 26 milljarðar

Tekjur Eimskipa voru tæpir 26 milljarðar á þriðja ársfjórðungi, og hagnaðurinn nam tæpum 900 milljónum.

Ritstjórn
Gylfi Sigfússon, fráfarandi forstjóri Eimskipa.
Haraldur Guðjónsson

Tekjur Eimskipa námu 25,7 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi, og jukust um 4,8% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður félagsins nam tæpum 2,5 milljörðum og dróst saman um 8,6% milli ára. Endanlegur hagnaður félagsins nam 891 milljón króna.  Þetta kemur fram í tilkynnningu frá félaginu, auk umfjöllunar fréttablaðsins.

Horfur eru sagðar góðar í útflutningi frá Íslandi og innlendri starfsemi; flutningsvelta yfir atlantshafið hafi aukist á fjórðungnum.

Flutningaleið til Noregs hafi hinsvegar ekki staðið undir væntingum, þar sem bæði velta og verð hafi dregist saman, auk þess sem bilanir skipa hafi sett strik í reikninginn.

Fjárfestingar í aukinni flutningsgetu vikulegra siglinga eru sagðar hafa skilað hægari tekjuvexti en gert hafi verið ráð fyrir á fyrri árshelmingi, en hafi þó skilað nokkrum árangri.

Stikkorð: Eimskip
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim