*

miðvikudagur, 16. janúar 2019
Erlent 5. september 2013 11:13

Tekjur Lego námu 200 milljörðum íslenskra króna

Leikfangarisinn Lego heldur áfram að stækka. Tekjurnar voru þó meiri í fyrra en þær hafa verið í ár.

Ritstjórn

Tekjur leikfangarisans Lego jukust á fyrri helming ársins um 13% og námu 10 milljörðum danskra króna, eða um 200 milljörðum íslenskra króna. Danska viðskiptablaðið Börsen segir að tekjur hafi aukist um 24% á sama tímabili í fyrra. Hlutdeild Lego á leikfangamarkaði í öllum heiminum er 8,6%.

EBITDA, það er rekstrarhagnaður fyrirtækisins, jókst um 11 prósent á fyrri helmingi ársins og var 3,2 milljarðar danskra króna, eða um 64 milljarðar króna. Á sama tímabili í fyrra jókst EBITDA um 24%.

Eigið fé var 7,6 milljarðar danskra króna, eða um 150 milljarðar íslenskra króna. 

Stikkorð: Lego