*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Erlent 12. febrúar 2014 14:10

Tekjur Manchester United hafa aukist þrátt fyrir verra gengi

Tekjur félagsins jukust um 11,6% síðustu þrjá mánuði síðasta árs.

Ritstjórn

Tekjur knattspyrnuliðsins Manchester United jukust um 11,6% síðustu þrjá mánuðina 2013 í samburði við árið á undan. BBC segir frá þessu á vef sínum.

Sjónvarpstekjur hafa aukist um 18,7% og tekjur af sölu vara jukust um 18,8% Tekjur af styrkarsamningum jukust um tæp 40%

Þessi tekjuaukning kemur nokkuð á óvart þar sem félagið hefur átt erfitt uppdráttar það sem af er tímabilinu, efitr að hafa orðið Englandsmeistarar í fyrra.