Hagur fiskiskipaflotans norska batnaði á árinu 2014, samkvæmt nýbirtum útreikningum Fiskistofunnar norsku. Einkum skiluðu skuttogarar sem veiða þorsk góðri rekstrarniðurstöðu. Til samanburðar má geta þess að aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa árið 2014 var 136 milljarðar króna.

Heildartekjur fiskiskipaflotans norska námu 13,5 milljörðum á árinu 2014 (um 208 milljörðum ISK) og jukust um 1,8 milljarða frá árinu áður. Á sama tíma jókst rekstrarkostnaður um 1,3 milljarða.

Rekstrarhagnaður, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliðið og skatta, var því 1,7 milljarðar (26 milljarðar ISK), eða um 13% af tekjum. Hagnaður fyrir skatta var 0,6 milljarðar (9,2 milljarðar ISK), eða um 4,8% af tekjum.

Sjá nánar HÉR .