Samtök ferðaþjónustunnar gera því ráð fyrir að gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu haldi áfram að vaxa á síðasta fjórðungi ársins í samanburði við fyrra ár.  Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna. Telja samtökin að heildargjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar á þessu ári muni nema 368 milljörðum króna.

Í fyrra skilaði greinin 302 milljarða gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og árið 2013 námu gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustu 276 milljörðum. Ef spá samtakanna gengur eftir munu tekjurnar aukast um 92 milljarða á tveimur árum. Samtökin spá því jafnframt að heildarfjöldi erlendra ferðamanna á þessu ári verði 1.307 þúsund.