Starfsmaður á Íslandi borgaði að meðaltali 33,4% tekjuskatt árið 2013 samanborið við 35,9% meðaltal hjá OECD ríkjum. Ísland var í 22. sæti af 34 OECD ríkjum í hlutföllum launa sem fara í tekjuskatt.

Þetta kemur fram í frétt á vef Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD . Einnig kom fram að það varð 4,6% hækkun á tekjuskatti frá 28,8% upp í 33,4% frá árinu 2000-2013 á Íslandi, en þá hækkaði tekjuskattur hvað mest frá árinu 2009 til 2013 um 2,9%. Í samanburði lækkaði meðaltekjuskattur um 0,8% hjá OECD ríkjum á tímabilinu 2000-2013, en hækkaði um 0,8% frá 2009-2013.

Skattbyrði fyrir par með tvö börn með meðallaun hækkaði um 6 prósentustig og fór úr 13,1% upp í 19,1% árið 2013 á Íslandi. Þá var mesta hækkunin á tímabilinu á milli 2009 og 2013 um 4,1%. Á sama tíma hjá OECD ríkjum lækkaði skattbyrði um 1,3 prósentustig að meðaltali frá 27,7% niður í 26,4% á milli áranna 2000 og 2013 og hækkun frá 2009-2013 um 1,4%.