Greiningaraðilar hjá sjóðstýringarfélaginu Jefferies, telja æskilegt að fjárfesta á frönskum hlutabréfamörkuðum. Fjallað er um greininguna á vef Bloomberg.

Mikil óvissa ríkir í Frakklandi um þessar mundir, enda styttist óðum í forsetakosningar þar í landi. Fjárfestar hafa verið áhættufælnir í ljósi þess hversu vel Marine Le Pen hefur gengið í baráttunni.

Greiningaraðilarnir Sean Darby og Kennth Chan telja þó að fjárfestar séu að ofmeta hugsanleg áhrif Le Pen á franska hagkerfið.

Þeir byggja skrif sín sína á grunngreiningu, sem bendir  til þess að fjárfestar geti gert kjarakaup.

Samkvæmt greiningaraðilunum er til að mynda hægt að finna talsvert af félögum með V/I hlutfall sem er undir 1,25.

Hlutfallið þykir nokkuð lágt í samanburði við meðaltal Stoxx Europe 600 vísitölunnar, en þar er V/I hlutfallið um 1,8.