*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 5. mars 2017 20:12

Telja skortinn vera 8.000 íbúðir

Þjóðskrá Ísland telur skort á íbúðarhúsnæði meiri en Greiningardeild Arion banka.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þjóðskrá Íslands telur að í dag vanti um 8.000 íbúðir inn á fasteiganamarkaðinn til að mæta eftirspurn. Þetta kemur fram í greiningu á vef stofnunarinnar.

Þar kemur fram að fjöldi íbúa á hverja íbúð hafi farið lækkandi árin 1995 til 2008, úr 2,75 árið 1995 í tæplega 2,47 við hrun.

Íbúum í hverri íbúð hefur fjölgað frá 2014

Fjöldi í hverri íbúð lækkaði lítillega frá árinu 2008 til 2014 og fór þá aftur lítlega hækkandi. Að mati Þjóðskrár hefði undir venjulegum kringumstæðum mátt búast við því að fjöldi íbúa á hverja íbúð héldi áfram að lækka miðað við þróun á meðalfjölskyldustærð. 

Þjóðskrá setur upp þrjár sviðsmyndir. Sú fyrsta að fjöldi íbúa á hverja íbúð sé 2,4, önnur að 2,35 sé í hverri íbúð og þriðja að fjöldinn sé 2,3.

Til þess að fjöldinn á hverja íbúð væri 2,4 þyrfti um 5.000 íbúðir umfram það sem til er í dag. Ef fjöldinn ætti að vera 2,35 þá þyrfti um 8.000 íbúðir umfram það sem til er í dag og ef fjöldinn ætti að vera 2,3 þá þyrfti 11.000 íbúðir umfram það sem til er í dag. Ályktun þjóðskrar er að „miðað við línulega þróun er skorturinn líklegast um 8 þúsund íbúðir.“

Þeim sem ekki eiga íbúð fjölgar

Til þess að aldurshópurinn 18-34 ára nái sama eignarhluta á fasteignamarkaðnum og var fyrir hrun vantar 8,500 íbúðir, en um 11.000 íbúðir til þess að allur hópurinn sem var 35 ára eða yngri við hrun nái sama eignarhluta og fyrir hrun.

Stofnunin að uppsafnaður skortur á íbúðum sé 8.000 íbúðir sem bætast við árlega þörf á íbúðum upp á um 2.000 íbúðir. Því þyrfti að byggja 10.000 íbúðir í ár ef jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar ætti að nást.

Greiningardeild Arion með telur þörfina minni

Greiningardeild Arion banka birti uppfærða spá sína á fasteignamarkaðnum í lok febrúar. Greiningardeildin telur að byggja þurfi 8-10 þúsund íbúðir til ársloka 2019. Þjóðskrá telur hins vegar byggja þurfi 14 þúsund íbúðir á sama tímabili.

Arion banki spáir að tæplega 7.000 íbúðir verði fullbyggðar á árunum 2017-2019. Því mun en skorta 1-3 þúsund íbúðir samkvæmt mati greiningardeildarinnar, en 7 þúsund samkvæmt Þjóðskrá.

Mikil hækkun síðustu 12 mánuði

Vísitala fasteignaverðs hefur hækkað um 16,3% síðustu 12 mánuði. Vísitala hækkaði um 16,3% og vísitala sérbýlis hækkaði um 16,5%. Vísitala neysluverð hækkaði um 1,9% á tímabilinu en án húsnæðis lækkaði vísitalan um 0,9%.

Fasteignaverð hefur oft hækkað mun meira að raunvirði en síðustu 12 mánuði. Til dæmis hækkaði fasteignaverð um tæp 30% árið 2005.

Hér má lesa greiningu Þjóðskrár og greiningu Greiningardeildar Arion banka.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim