Vísitala neysluverðs mun lækka um 0,3% á milli mánaða í júlí og verðbólga haldast óbreytt í 2,2%, gangi verðbólguspá hagfræðideildar Landsbankans eftir.

Fram kemur í Hagsjá hagfræðideildarinnar að gert sé ráð fyrir því að sumarútsölur verði svipaðar og undanfarin ár, en verð á fötum og skóm lækki yfirleitt um 10% milli mánaða í júlí. Á móti hækkað flugfargjöld til útlanda um 12% á milli mánaða í júní og gerir hagfræðideildin ráð fyrir að hækkunin gangi að nokkru leyti til baka í júlímánuði.

Deildin spáir því hins vegar að vísitala neysluverðs hækki um 0,3% í ágúst þegar sumarútsölum lýkur, 0,4% í september og um 0,1% í október. Gangi þetta eftir verður verðbólga undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans út sumarið og verðbólga fara í 2,3% í október.