*

sunnudagur, 16. desember 2018
Fólk 20. júní 2018 14:20

Thelma ráðin til Intellecta

Thelma Kristín Kvaran hefur verið ráðin til Intellecta sem sérfræðingur í ráðningum og mannauðsráðgöf.

Ritstjórn
Thelma Kristín Kvaran
Aðsend mynd

Thelma Kristín Kvaran hefur verið ráðin til Intellecta sem sérfræðingur í ráðningum og mannauðsráðgöf. Hún starfaði áður sem rekstrarstjóri hjá Hreyfingu heilsulind og hefur góða reynslu af mannauðsmálum og stjórnun. 

Thelma hefur umtalsverða reynslu úr bankaumhverfinu en hún starfaði sem hópstjóri og ráðgjafi hjá Arion banka og MP banka. Thelma hefur auk þess stjórnunarreynslu úr smásölugeiranum.

Thelma er með B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun.