*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 17. maí 2018 14:38

Telur að bæta þurfi verklag

Ríkisendurskoðun birti nýja úttekt sem fjallar meðal annars um að auka skuli kröfur við gerð ívilnunarsamninga.

Ritstjórn
Skúli Eggert Þórðarson, ríkisendurskoðandi
Haraldur Guðjónsson

Bæta þarf verklag og auka kröfur við gerð ívilnunarsamninga um nýfjárfestingar, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og útgáfu starfsleyfa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar sem ber heitið: Kísilverksmiðja Sameinaðs Sílikons hf. – Aðkoma og eftirlit stjórnvalda, en hún var unnin að beiðni Alþingis. 

Í skýrslunni er alls sjö ábendingum beint til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits ríkisins.

Mikilvægt er að stofnanir ríkisins sem koma að útgáfu starfsleyfa og gerð ívilnunarsamninga geti sannreynt getu þeirra sem sækj­ast eftir því að starfrækja meng­andi iðn­að til að uppfylla skilyrði slíks rekstrar og sanngildi þeirra upplýsinga sem þeir leggja fram.

Ríkisendurskoðun telur brýnt að umhverfis- og auðlindaráðuneyti kanni, í sam­starfi við Umhverfisstofnun og önnur stjórn­völd, hvort herða þurfi eða skýra kröf­ur við útgáfu starfsleyfa vegna starf­semi sem getur haft mengun í för með sér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim