*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 26. apríl 2017 09:01

Telur að hagnaðurinn muni breytast í tap

Eigandi CenterHotels segir að hótel geta ekki velt fyrirhugaðri virðisaukaskattahækkun yfir á viðskiptavini vegna hækkandi verðlags.

Ritstjórn
Center Hotel Plaza.
Skjáskot

Kristófer Oliversson, eigandi CenterHotels-keðjunnar segir að hótel verði rekin með tapi ef verði af fyrirhuguðum hækkunum á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins.

Kristófer nefnir í þessu samhengi gögn sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa aflað um afkomu hótela frá árinu 2008. Þar kemur að framlegð af rekstrinum hafi ekki verið eins lítil og nú. Það sem skýri sé aðallega styrking krónunnar og hækkandi launakostnaður.

Hann segir að hótelin geti ekki yfirfært skattahækkunina á viðskiptavini sína vegna hækkandi verðlags og því mun hagnaðurinn breytast í tap að hans sögn.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim