Framkvæmdastjóri Ryanair, Michael O´Leary, segist vera „vongóður og bjartsýnn" á það að starfsmannavandamál fyrirtækisins muni ekki skaða rekstur flugfélagsins frekar á þessu ári. Þetta kemur fram á vef Reuters .

Ryanair er stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu en nýverið ollu verkföll starfsmanna félagsins því að send var út afkomuviðvörun í síðustu viku. Félagið lækkaði afkomuspá sínu um 12% þann 1. október síðastliðinn og hefur ekki útilokað frekari lækkanir á spánni.

O´Leary lét hafa eftir sér í samtali við Reuters að viðræður stjórnar félagsins við verkalýðsfélögin miði vel áfram og hann vonist til þess að ekki verði frekara fjárhagslegt tjón. Hann bætir við að þó verði að taka tillit til þess hversu erfiðar aðstæður eru í flugfélagsgeiranum um þessar mundir.