Yfirtökunefnd hefur tekið fyrir kaup Glitnis banka hf. á 39,8% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. þann 5. september 2007. Eins og fyrr greinir hefur FL Group hf. ákveðið að gera öðrum hluthöfum í Tryggingamiðstöðinni hf. yfirtökutilboð. Með hliðsjón af framangreindu telur Yfirtökunefnd ekki tilefni til að halda áfram með athugun sinni.

Þann 17. september keypti FL Group hf. 46% hlut í Tryggingamiðstöðinni hf. og á félagið eftir kaupin 84% hlut. Í tilkynningunni kom fram að kaupin séu háð samþykki hluthafafundar FL Group hf. og Fjármálaeftirlitsins. Félagið lýsti því yfir að það mun í kjölfar samþykkis ofangreindra aðila gera öðrum hluthöfum í Tryggingamiðstöðinni hf. yfirtökutilboð og er gert ráð fyrir að félagið verði afskráð úr OMX Kauphöllinni.


Við afgreiðslu málsins vék formaður Yfirtökunefndar, Viðar Már Matthíasson, sæti vegna tengsla við aðila málsins.