Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, telur auknar líkur á því að ríkið eign­ist Ari­on banka og fái þannig  alla þrjá bank­ana í sín­ar hend­ur. Þetta kom fram í viðtali hans við Sprengisand á Bylgjunni.

Sigmundur sagðist vonast eftir því að ná aftur kjöri sem formaður flokksins. Þá sagðist hann ekki hafa fundið fyr­ir eins mikl­um stuðningi og vel­vild frá al­menn­ingi eins og síðustu miss­eri, sagði hann fjöldi fólks hafi komið að máli við sig og lýst yfir stuðningi við sig.

Spurður hvort það væri  flokkn­um til hags­bóta að ann­ar maður tæki við flokksforystunni benti hann á að hann hafi náð mikl­um ár­angri með stór mál sem hann hafi lagt áherslu á. Ef menn vilja láta kosn­inga­bar­átt­una snú­ast um per­sónu­leg­ar árás­ir á hann og fjöl­skyld­una þá geri þeir það.