*

laugardagur, 25. maí 2019
Erlent 3. desember 2018 19:01

Tencent Music stefnir á skráningu

Kínverska tónlistarfyrirtækið er metið á um 25 milljarða dollara.

Ritstjórn
epa

Kínverska tónlistarfyrirtækið Tencent Music hefur endurvakið áætlanir sínar um skráningu á hlutabréfamarkað í bandaríkjunum og hyggst safna 1,2 milljörðum dollara í útboði samkvæmt frétt BBC

Gert er ráð fyrir að félagið sem er tónlistararmur Tencent Holdings samsteypunnar verði metið á um 25 milljarða dollara. Til samanburðar nam heildarmarkaðsverðmæti Spotify 26 milljörðum dollara þegar félagið var skráð á markað í apríl síðastliðnum. Markaðsvirði félagsins hefur sveiflast töluvert frá skráningunni en er nú á svipuðum slóðum og í apríl. 

Notendur Tencent Music eru yfir 700 milljón talsins og þá nam hagnaður félagsins 394 milljónum dollara á fyrstu níu mánuðum ársins sem er 244% aukning frá sama tíma í fyrra.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim