Tvær fréttir birtust í fjölmiðlum sem urðu kveikjan að lekamálinu svokallaða. Mbl.is birti frétt að morgni 20. nóvember í fyrra og vitnaði í „óformlegt minnisblað“ og sagðist hafa skjalið undir höndum.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins voru tengsl Ragnhildar Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra í Innanríkisráðuneytinu, við einn af blaðamönnum mbl.is ekki könnuð í rannsókn lögreglu. Blaðamaðurinn er í sambúð með dóttur Ragnhildar.

Ragnhildur fékk minnisblaðið sent á sama tíma og ráðherra og aðstoðarmenn hans.

Ekki er vikið að þessu atriði í greinargerð Gísla Freys Valdórsson sem var lögð var fram í morgun.