Elon Musk, forstjóri og eigandi rafbílaframleiðandans Tesla, hefur opnað nýja verksmiðju í kínversku stórborginni Shanghai. Er þetta fyrsta verksmiðja Tesla sem staðsett er utan Bandaríkjanna. BBC greinir frá.

Nýja verksmiðjan mun framleiða tvær gerðir af Tesla bifreiðum - Model 3 og Model Y. Með opnun nýju verksmiðjunnar stefnir rafbílaframleiðandinn að auka markaðshlutdeild sína í Kína, sem er stærsti bifreiðamarkaður í heimi, en Tesla hefur undanfarið þurft að glíma við aukna samkeppni frá kínverskum keppinautum.