Hlutabréf í Tesla hækkuðu um 10% eftir að stofnandi og framkvæmdastjóri þess, Elon Musk, upplýsti um að sjóðstreymi hefði batnað og til stæði að eyða minna í fjárfestingar á árinu en áður hafði verið ráðgert, samkvæmt frétt Financial Times .

Ummælin voru liður í viðleitni Musk til að bæta samband sitt við fjármálagreinendur eftir stormasaman símafund í kjölfar síðasta fjórðungsuppgjörs.

Musk bað tvo greinendur, sem hann hafði úthúðað síðast, sérstaklega afsökunar á hegðun sinni, og bar fyrir sig að hafa verið ósofinn og unnið 120 tíma á viku á því tímabili.

Bréf í Tesla höfðu þegar hækkað eftir að hagnaður annars ársfjórðungs var gerður opinber, en 10% hækkun bréfanna nú var að miklu leyti þökkuð sáttatilburðum Musk.

Sjóðstreymi Tesla batnaði til muna á síðasta ársfjórðungi, en handbært fé minnkaði um 130 milljón dollara, samanborið við rétt tæpa 400 fjórðunginn á undan.