Tesla hefur stofnað dótturfélag hér á landi undir heitinu Tesla Motors Iceland ehf. Stjórnarformaður félagsins er David Jon Feinstein, framkvæmdstjóri alþjóðaviðskipta og nýrra markaðssvæða hjá Tesla.

Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins að Tesla muni senn tilkynna frekari starfsemi hér á landi en vill lítið gefa upp að svo stöddu.

Þá funduðu forsvarsmenn Teslu með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar í liðinni viku. „Fyrirtækið hefur mikinn áhuga á tækifærum sem felast í orkuskiptum á Íslandi og stefnu stjórnvalda í þeim efnum,“ segir Þórdís Kolbrún frá á Facebook .

Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, var beðinn um að Tesla myndi hefja starfsemi hér á landi á Twitter í maí á síðasta ári. Musk svaraði um hæl og sagðist myndi ætla að flýta komu Tesla til Íslands og baðst afsökunar á töfinni.