Tesla hefur að sjálfsdáðum innkallað 53 þúsund eintök af Models S og Model X bílunum sínum vegna vandamál með handbremsur bílanna.

Að sögn Tesla var bilun í 2% af þeim 53 þúsund bifreiðum sem framleiddar voru á tímabilinu febrúar til október 2016, en að öll eintökin verði innkölluð. Engin slys hafa orðið vegna bilunarinnar.

Gengi bréfa Tesla lækkaði um 1% eftir að tilkynnt var um innköllunina og er hvert bréf metið á 302,51 dollara. Í yfirlýsingu frá Tesla kemur fram að þriðji aðili sem framleiddi bremsurnar hafi orðið á í messunni. Vandamálið var það að handbremsan gæti fest inni og þá væri ekki hægt að keyra bílinn.