Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti þann 21. júní nauðasamning Teymis hf. sem kröfuhafar félagsins höfðu þá samþykkt. Boðað hefur verið til aðalfundar 2. september með nýjum eigendum félagsins þar sem ný stjórn mun taka við félaginu.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um að skipta út stjórnendum félagsins sem hafa verið þar við stjórn frá upphafi. Slæm staða Ástæðum ófara Teymis, sem sat uppi með 25 milljarða neikvætt eigið fé um síðustu áramót og 50 milljarða skuld, er lýst í fylgiskjali með nauðasamningum.

Veiking krónunnar í upphafi árs 2008 er þar nefnd sem veigamikill þáttur. Einnig almennur samdráttur í þjóðfélaginu og rekstrarerfiðleikar ýmissa stórra viðskiptavina eins og Landsbankans, Glitnis, Árdegis, Stoða og Baugs sem leiddu til afskrifta á kröfum.

______________________________________

Nánar er fjallað um málefni Teymis í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .