*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 20. janúar 2019 16:52

„Það voru sárafáir áskrifendur eftir“

Sýn ákveður að loka stafrænu tónlistarveitunni Tónlist.is þann 1. febrúar. Sagt stærsta safn íslenskrar tónlistar á netinu.

Ritstjórn
Guðfinnur Sigurvinsson er samskiptastjóri Sýnar, sem á Tónlist.is.
Aðsend mynd

Guðfinnur Sigurvinsson samskiptastjóri Sýnar staðfestir að fyrirtækið hyggist loka íslensku tónlistarveitunni Tónlist.is um mánaðamótin að því er mbl.is segir frá.

„Vefsvæðið Tónlist.is lokar föstudaginn 1. febrúar 2019. Vinsamlegast nýtið allar inneignir og sækið ósótt lög fyrir þann tíma,“ stendur nú á áberandi borða á síðunni, sem fylgdi með kaupum Fjarskipta á 365 miðlum á síðasta ári.

„Rekstrargrundvöllurinn fyrir þessu var farinn. Það voru sárafáir áskrifendur eftir,“ segir Guðfinnur sem hvetur áskrifendurna til að nýta inneignir sínar fyrir mánaðamót.

Tónlist.is er sagt stærsta safn íslenskrar tónlistar sem völ sé á hér á landi, en þar er einnig erlend tónlist. Síðan hefur reynt að selja og kynna íslenska tónlist erlendis, en ætla má að Spotify og aðrar erlendar tónlistarveitur hafi verið erfiður keppinautur.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim