Það að sveitarfélögin geri ekkert, og Reykjavíkurborg er í þeim hópi, er fullkomið ábyrgðarleysi þar sem við erum að sigla inn í mjög erfiða kjarasamninga og mjög tvísýnt að fyrirtækin geti staðið undir verulegum hækkunum á launakostnaði,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um hækkandi tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum á atvinnuhúsnæði . Hann kallar eftir því að sveitarfélög leggi eitthvað af mörkum í komandi kjaraviðræðum.

„Ríkið er að leggja áherslu á að lækka tryggingagjaldið og maður hefði haldið að sveitarfélögin ættu að leggja eitthvað af mörkum. Það er ekki eðlilegt að þessar gríðarlegu hækkanir á fasteignamatinu velti bara sjálfkrafa inn í sveitarsjóðina. Ég held að menn vilji ekki horfast í augu við að þurfa mögulega að hagræða í rekstri. Mönnum finnst þægilegra að það séu fyrirtækin sem þurfi að hagræða hjá sér til að mæta stóraukinni skattbyrði,“ segir Ólafur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .