Breska ríkisútvarpið BBC hefur keypt sýningarrétt á íslensku sakamálaþáttunum, Ófærð sem á ensku ber heitið Trapped , sem framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, RVK Studios framleiðir. Þessu greinir Television Business International frá. Munu þættirnir verða sýndir á stöðinni BBC 4.  Þetta er í fyrsta sinn sem BBC sýnir íslenska spennuþáttaröð, áður sýndi BBC 4 Næturvaktina.

Meðal leikara eru Ólafur Darri Ólafsson og danski leikarinn Bjarne Henriksen þekktur fyrir leik sinn í The Killing .

Þættirnir eru framleiddir fyrir RÚV, áætlaður kostnaður þeirra er um milljarður íslenskra króna sem er eitt dýrasta verkefni sem RÚV hefur framleitt.