*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 21. september 2018 12:15

Þakíbúð Bjarkar til sölu á milljarð

Björk hefur sett þakíbúð sína í Brooklyn á sölu fyrir 9 milljón dollara, en hún keypti hana árið 2009 á 4 milljónir dollara.

Ritstjórn
Björk og Matthew Barney keyptu íbúðina saman árið 2009, en þau voru saman frá aldamótum til ársins 2013, og eiga saman dóttur.
epa

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona hefur sett þakíbúð sína í Brooklyn í New York-borg á sölu fyrir 9 milljón dollara, um milljarð íslenskra króna. Í frétt Variety um málið er verðið sagt „ansi metnaðarfullt“.

Íbúðin er 280 fermetrar, með 4 svefnherbergi og 4 baðherbergi, og verönd allan hringinn með útsýni yfir Brooklyn og neðri hluta Manhattan.

Björk keypti íbúðina árið 2009 fyrir 4 milljónir dollara – um 650 milljónir króna á núvirði – með þáverandi maka sínum, listamanninum Matthew Barney. Árið 2015 keypti hún svo hlut Barney af honum á rúmar 1,6 milljónir dollara, um 226 milljónir króna á núvirði.

Stikkorð: Björk