*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 24. október 2013 13:13

Þáttur Gísla fer í loftið á sunnudaginn

Fyrsti þáttur í þáttaröð Gísla Marteins Baldurssonar fer í loftið á sunnudaginn.

Ritstjórn
Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi.

Nýr þáttur Gísla Marteins Baldurssonar heitir Sunnudagsmorgunn. Fyrsti þátturinn verður sýndur næsta sunnudag. Gísli Marteinn greinir frá þessu á fésbókarsíðu sem hann hefur búið til og er tileinkaður þættinum.

„Þrír dagar í fyrsta þátt. Settið farið að taka á sig mynd, hér ætti að fara vel um gesti. Vantar samt snjókomu á bakgrunnsmyndina, teiknum hana inn á eftir hádegi,“ segir Gísli á fésbókarsíðunni. 

Gísli Marteinn segir við Viðskiptablaðið að enn sé verið að boða fólk í þáttinn en nokkrir hafi þegar verið bókaðir. „Illugi Gunnarsson og Katrín Jakobsdóttir koma og ræða um menntamál, fjárlög og ríkisstjórn,“ segir Gísli Marteinn. Þá muni Ólafur Stephensen, Kolbrún Bergþórsdóttir og Dóri DNA koma og ræða fréttir vikunnar. „Hugmyndin er að þetta verði svona uppbyggilegt og jákvætt sunnudagsmorgunspjall,“ segir Gísli Marteinn. 

Gísli Marteinn segist ekki vera undir neinum áhrifum frá Agli Helgasyni, sem var með sunnudagsþáttinn á undan honum. „Mér fannst hann standa sig frábærlega og vera einn af okkar allra bestu sjónvarpsmönnum. En þetta er nýr þáttur með nýju yfirbragði og nýjum stjórnanda. Ég er ekkert frekar undir áhrifum frá honum frekar en öðrum þáttastjórnendum,“ segir Gísli Marteinn. 

Gísli Marteinn segir að sunnudagsþáttaformið sé vel þekkt um allan heim. Egill hafi verið brautryðjandi í slíkri þáttagerð hér en nú taki aðrir við því kefli. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim