*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 19. maí 2012 12:29

Þeir ríkustu töpuðu 33 milljörðum dala í vikunni

Hlutabréfavísitalan S&P 500 féll um 4,3% í vikunni og er það mesta lækkun í einni viku síðan í nóvember í fyrra.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ríkasta fólk heims tapaði alls 32,8 milljörðum dala í síðustu viku, en S&P 500 hlutabréfavísitalan hefur ekki lækkað jafnmikil á einni viku síðan í nóvember í fyrra. Vísitalan féll um 4,3% eftir að grískum stjórnmálaflokkum mistókst að mynda stjórn og matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn sextán spænskra banka.

Í frétt Bloomberg segir að Mexíkóinn Carlos Slim hafi tapað einum 4,1 milljarði dala vegna þess að hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu America Movil féllu um 4,38%. Þá féll auður Bill Gates um 4,4% og fjárfestirinn Warren Buffett er 1,1 milljarði fátækari nú en fyrir viku síðan.