Þegar hreinar tekjuskattsgreiðslur einstaklinga árið 2013 eru skoðaðar kemur í ljós að aðeins 30% einstaklinga greiða hreinan tekjuskatt til ríkisins að teknu tilliti til útsvarsgreiðslna og vaxta- og barnabóta. Með öðrum orðum standa því aðeins tekjuhæstu 30% framteljenda undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu.

Hagstofan hefur tekið saman tölur um dreifingu ráðstöfunartekna á svokallaða neyslueiningu. Þar sést að ráðstöfunartekjur tekjulægsta helmings þjóðarinnar jukust um 7,9%-8,4% á árunum 2010-2013, en tekjuhæstu tíu prósent þjóðarinnar jukust um 3,6% á sama tíma. Ráðstöfunartekjur annarra jukust á bilinu 6,8%-7,0% á sama tíma.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .