Bankastjórar níu stærstu alþjóðlegra bankastofnana í Evrópu þénuðu að meðaltali 4,8 milljónir breskra punda eða tæpan milljarð íslenskra króna í árslaun á síðasta ári að meðtöldum bónusgreiðslum og öðrum hlunnindum. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt PwC sem unnin var fyrir Financial Times.

Þar kemur einnig fram að samsvarandi árslaun bankastjóra fimm stærstu bankastofnana í Bandaríkjunum námum 10 millj­ónum breskra punda eða tæpum 2 milljörðum króna.

Munurinn hefur verið mikill í nokkur ár en hann jókst verulega á síðasta ári. Séu launin borin saman við laun bankastjóra þriggja stærstu banka Íslands kemur fram að íslenskir bankastjórar þéna að meðaltali 2% af árstekjum bandarískra kollega þeirra og um 4% af meðalárstekjum bankastjóra stærstu banka í Evrópu.

Meðallaun bankastjóra Landsbankans, Íslandsbanka og Arion banka námu 40,83 millj­ónum króna á síðasta ári.