Björt framtíð og Viðreisn stilla upp sameiginlegu framboði í  Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 26. maí næstkomandi. Listinn er skipaður jafn mörgum konum og körlum og er fléttulisti og segir í fréttatilkynningu að framboðið telji sig þannig geta komið að sem flestum sjónarmiðum.

Oddviti listans er Theodóra Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi fyrir Bjarta framtíð og formaður bæjarráðs. Hún er lögfræðingur að mennt

Í öðru sæti er Einar Þorvarðarson fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og framkvæmdastjóri HSÍ til 17 ára. Einar var meðal annars einn af stofnendum íþróttafélagsins HK á sínum tíma.

Aðrir einstaklingar á listanum koma úr ýmsum áttum, eru á mismunandi aldri og búa víðsvegar í bæjarfélaginu en framboðið fer fram undir slagorðinu Kópavogur til framtíðar.

Hér má sjá lista sameiginlegs framboðs Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi í heild sinni:

  • 1. Theodóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og lögfræðingur
  • 2. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri og handboltaáhugamaður
  • 3. Ragnhildur Reynisdóttir, ljósmóðir og sölustjóri
  • 4. Hreiðar Oddsson, grunnskólakennari og skáti
  • 5. Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri og stjórnmálafræðingur
  • 6. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfræðingur og f.v. forseti sveitarstjórnar Norðurþings
  • 7. Margrét Ágústsdóttir, viðskiptastjóri og þríþrautarálfur
  • 8. Guðlaugur Þór Ingvason, sölumaður og nemi í MK
  • 9. Auður Sigrúnardóttir, MA í klínískri sálfræði og verkefnastjóri
  • 10. Andrés Pétursson, sérfræðingur og knattspyrnuáhugamaður
  • 11. Soumia I Georgsdóttir, viðskiptafræðingur og atvinnurekandi
  • 12. Sigvaldi Einarsson, fjármálaráðgjafi
  • 13. Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, lögregluþjónn
  • 14. Ólafur Árnason Klein, laganemi og formaður miðstjórnar Uppreisnar
  • 15. Valéria Kretovicová, barnahjúkrunarfr. og áhugamanneskja um uppeldi og velferð barna
  • 16. Elvar Bjarki Helgason, viðskiptafræðingur
  • 17. Fjóla Borg Svavarsdóttir, grunnskólakennari
  • 18. Kristinn Sverrisson, grunnskólakennari og þjálfari
  • 19. Sigríður Sía Þórðardóttir, tölvunarfræðingur og forstöðumaður
  • 20. Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur
  • 21. Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur og formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs
  • 22. Theódór Júlíusson, leikari og íþróttaáhugamaður