*

laugardagur, 26. maí 2018
Innlent 19. apríl 2017 14:26

Þingið staðfestir kosningar

Breska þingið hefur staðfest tillögu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að halda þingkosningar 8. júní næstkomandi.

Pétur Gunnarsson
Theresa May vill líklega styrkja stöðu Íhaldsflokksins sem hefur mælst með mikið fylgi á síðustu misserum.
epa

Breska þingið hefur samþykkt tillögu forsætisráðherrans, Theresu May, um að halda þingkosningar 8. júní næstkomandi. 522 kusu með tillögunni, en 13 gegn henni. Það er talsvert meira en þurfti til, en tillagan þurfti stuðning 2/3 þingmanna eða aukinn meirihluta til að verða að veruleika.

May hefur fært rök fyrir því að með nýjum kosningum geti hún endurnýjað umboð sitt gagnvart breskum kjósendum, nú þegar hún leggur í þá vegferð að semja við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr sambandinu. Hún telur enn fremur að með nýjum kosningum aukið stöðugleiki í landinu. Theresa May tók við af David Cameron í kjölfar afsagnar hans úr embætti forsætisráðherra, en þau studdu bæði áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.

Kosningarnar áttu að fara fram árið 2020 en samkvæmt lögum í Bretlandi er hægt að halda kosningar fyrr en að aukinn meirihluti þingsins styður þá hugmynd. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem hefur átt mjög erfitt uppdráttar upp á síðastið studdi tillöguna, en hefur sakað Theresu May, leiðtoga Íhaldsflokksins um að svíkja gefin loforð.

 

Stikkorð: Bretland Kosningar Brexit Theresa May þingið tillaga staðfesta