„Það voru engar ástæður gefnar fyrir uppsögnunum aðrar en að unnið væri að breytingum á skipulagi. Þeim var ekki boðið að færa sig til í starfi eins og manni finnst eðlilegt á svona stórum vinnustað,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið.

Þar ræðir Ásmundur uppsagnir þriggja reyndra starfsmanna sem gegndu sérhæfðum störfum innan Isavia, en þingmaðurinn sagði frá áhyggjum sínum af starfsmannastefnu og stjórnunaraðferðum hjá Isavia á fundi sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ um helgina.

„Þarna er verið að láta menn fara sem hafa langa reynslu af sérhæfðum störfum. Þeir eiga vinnufélaga sem sitja lamaðir eftir og þora ekki að opna munninn út af eigin hag,“ segir Ásmundur. Hann segir stöðugar skipulagbreytingar vera innan Isavia og mikið álag á fólki.