Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir, þingmenn Hreyfingarinnar, styrktu flokk sinn um samtals 225 þúsund krónur í fyrra. Hæsti styrkurinn var frá Þór, upp á 105 þúsund krónur. Þetta er jafnframt hæsti styrkur flokksins frá einstaklingum. Heildarstyrkir Hreyfingarinnar námu tæpum 688,6 þúsund krónum. Þar af nam styrkur frá Þingflokki Hreyfingarinnar 400 þúsund krónum. Styrkir frá einstaklingum voru upp á 288 þúsund krónur á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi flokksins.

Flokkurinn skilaði 583,6 þúsund króna afgangi frá síðasta ári að því er fram kemur í ársreikningi Hreyfingarinnar. Tekjur námu 688.578 krónur og voru gjöld 109.683 krónur. Handbært fé í árslok nam 788.818 krónur.  Rekstrartekjur þinghópsins voru kr. 3.572.682 krónur og voru rekstrargjöldin 2.735.891. Afgangur af rekstri þinghópsins nam því 836.791krónum í lok árs og nam handbært fé 3.014.792 krónum.

Ársreikningur Hreyfingarinnar