Áform ríkisstjórnarinnar um að leggja 10,5% launatengdan fjársýsluskatt á fjármálafyrirtæki hafa vakið hörð viðbrögð forsvarsmanna fjármálafyrirtækja sem og samtaka starfsmanna slíkra fyrirtækja.

Gera má því ráð fyrir að nýjar hugmyndir, sem reifaðar eru í greinargerð tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, um útfærslu á slíkum skatti auki enn á óánægjuna.

Í greinargerðinni, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum, eru viðraðar hugmyndir um þrepaskiptan fjársýsluskatt, þannig að fyrirtæki greiði hærra hlutfall launa í skatt ef laun eru undir 400.000 krónum en hærra hlutfall ef laun eru hærri. Í greinargerðinni segir að markmiðið með fjársýsluskattinum sé að afla ríkissjóði 4,5 milljarða króna og ef það markmið eigi að nást verði lægra skattþrepið að vera 8% og hið hærra 18%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.