*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 6. apríl 2017 14:23

Þjóðhagsráð fundaði um stöðu efnahagsmála

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu efnahagsmála og samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál.

Ritstjórn
Fundur Þjóðhagráðs.
Aðsend mynd

Þjóðhagsráð kom til fundar í dag til að fjalla um stöðu efnahagsmála og samspil opinberra fjármála við peningastefnu og kjaramál. Þetta kemur fram í frétt á vef fjármálaráðuneytisins.

Í ráðinu eiga nú sæti Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Már Guðmundsson Seðlabankastjóri, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Á fundi Þjóðhagsráðs var meðal annars rætt um meginlínur í opinberum fjármálum til næstu fimm ára, stöðu vinnu við nýtt vinnumarkaðslíkan, kjarasamninga á árinu og árangur og áskoranir peningastefnunnar.

Þriðjungur ríkisstarfsmanna með lausa kjarasamninga

Í kynningu fjármálaráðherra sem hægt er að lesa hér, kemur meðal annars fram að þriðjungur ríkisstarfsmanna er með lausa kjarasamninga á þessu ári. Læknafélag Íslands, sem greiddi 19,5 milljarða í laun í fyrra; BHM, 18 stéttarfélög sem greiddi 34 milljarða í launakostnað 2016 og Kennarasamband Íslands sem greiddi 14 milljarða í launakostnað 2016.

Einnig kemur fram að ríkið hefur skuldbundið sig til að fylgja sameiginlegum kostnaðarramma, samkvæmt Rammasamkomulagi milli aðila á vinnumarkaði sem undirritað var 27. október 2015. Einnig kom fram í kynningu fjármálaráðherra að takmarkað svigrúm væri til launahækkana.