Á ýmsa mælikvarða hefur hagsæld á Íslandi vaxið hraðar en sem nemur hagvexti undanfarin tvö ár. Þjóðartekjur hafa vaxið hraðar en sem nemur vexti landsframleiðslu. Þá hafa viðskiptakjör batnað meira á Íslandi en í nokkru öðru OECD-ríki á undanförnum tveimur árum.

Hvoru tveggja hefur fært Íslendingum búbót talsvert umfram það sem mælist í hagvexti. Búbótin hefur auðveldað fyrirtækjum að taka á sig aukinn launakostnað, og er á meðal ástæðnanna fyrir því að launahækkanir hafa ekki haft þau áhrif á verðbólgu sem Seðlabankinn taldi upphaflega.

Þetta kemur fram í nýjum Peningamálum bankans sem birt voru í síðustu viku, en í ritinu er nokkuð ítarleg umfjöllun um þá lágu verðbólgu sem verið hefur undanfarið. Þar kemur fram að í nýrri könnun Gallup sögðu 45% stjórnenda að framlegð hefði aukist síðastliðnasex mánuði, en aðeins um 16% stjórnenda sögðu hana hafa minnkað. Þetta endurspeglar það svigrúm sem fyrirtæki hafa haft til að taka á sig launahækkanir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .