*

mánudagur, 27. maí 2019
Innlent 16. september 2018 13:18

Þjóðin spari með banni nýrra bensínbíla

Bjarni Benediktsson segir að hætta notkun bensínbíla sé bæði efnahagslegt hagsmunamál sem og framlag í baráttunni gegn hlýnun jarðar.

Ritstjórn
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Stefnt er að því að banna nýskráningu bensín- og dísilbíla hér á landi frá og með árinu 2030 samkvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum 2018–2030 sem kynnt var á mánudaginn.

Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, segir að á endanum verði það hve hratt tækni bílaframleiðenda fleyti fram sem muni ráða því hvort markmiðið sé raunhæft.

„Með þessari áætlun erum við fyrst og fremst að segja þetta: Við munum nýta okkur alla þá tækni sem er í boði til að ná þessum markmiðum okkar. Við viljum vera í fararbroddi við að nýta þessa tækni. Það er ekki bara ávinningur af því í samhengi við baráttuna um hlýnun loftslags heldur er þetta líka stórmál í hinu efnahagslega tilliti,“ segir Bjarni og bendir á að með breytingunum verði hægt að nýta innlenda orkugjafa fremur en erlenda til að knýja bílaflotann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim