Í lok apríl 1991 héldu flokkarnir sem stóðu að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, að Borgaraflokki undanskildum, meirihluta á Alþingi í kosningum.

Í frétt Tímans um kosningarnar segir að dómur kjósenda hafi verið ótvíræður stuðningur við viðskilnað ríkisstjórnarinnar.

Í kjölfar kosninganna gekk Steingrímur á fund forseta og baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Á myndinni sést Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, greiða atkvæði ásamt Steingrími Hermannssyni föður sínum og þáverandi forsætisráðherra, og Eddu Guðmundsdóttur móður sinni.