Áform eru um það að Þjóðverjar taki þátt í viðskiptaþvingunum gegn Sýrlandsstjórn og Rússum. Nú þegar þá hafa Bandaríkjamenn og Bretar lagt viðskiptaþvinganir á Rússa og Sýrlendinga. Þetta kemur fram í frétt á vef Bloomberg .

Viðskiptaþvinganirnar tengjast eyðileggingu og stríðsrekstri í borgarinni Aleppo í Sýrlandi. Þýska ríkisstjórnin skoðar nú möguleikann á því að taka þátt í viðskiptaþvingununum.

250 þúsund manns eru innlyksa í borginni en hún er í höndum uppreisnarmanna. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að í Evrópu sé ekki vilji fyrir stríðsrekstri, því séu diplómatísk viðbrögð eina leiðin áfram, hvað þessi mál varðar.