*

sunnudagur, 19. maí 2019
Erlent 24. september 2018 18:01

Thomas Cook hrynur í verði

Ferðaþjónusturisinn Thomas Cook sendi frá sér afkomuviðvörun fyrr í dag þar sem hitabylgju er meðal annars kennt um verri afkomu.

Ritstjórn
epa

Gengi hlutabréfa breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook lækkaði um 28% í kauphöllinni í London í dag eftir að félagið sendi frá sér afkomuviðvörun í morgun. Félagið gerir nú ráð fyrir að hagnaður ársins muni nema 280 milljónum punda en það lækkun upp á 53 milljónir frá því í júlí. BBC greinir frá.

Í yfirlýsingu frá Thomas Cook kemur fram að margir viðskiptavinur þess hafa margir viðskiptavinir fyrirtækisins látið það vera að panta sér utanlandsferðir frá Bretlandseyjum og hafi þess í stað ákveðið að njóta hitabylgjunnar sem gengið hefur yfir í sumar. Samkvæmt fyrirtækinu varð þetta til þess að félagið veitti hærri afslætti en venjulega í ágúst og september. 

Hlutabréfaverð félagsins hefur nú lækkað um 55% það sem af er þessu ári.

Stikkorð: Thomas Cook
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim