Ef hægt væri að telja með með þá netnotendur sem „koma“ til Íslands væri landið einn vinsælasti ferðamannastaður heims eftir að vafra-fyrirtækið Opera færði starfsemi sína á farsímavafra sínum til Íslands. Frá deginum í dag fer öll umferð um hugbúnaðinn Opera Mini í gegnum gagnaverið Thor Data Center.

Fréttasíðan finchannel.com fjallar um málið í dag. Notendur Opera Mini sem íslenska gagnaverið sér nú um eru um 20 milljónir talsins. Vafrinn er einn sá vinsælasti fyrir farsíma og nýtur vinsælda í Evrópu, Afríku og Asíu.

Þegar hugbúnaðurinn er notaður til að vafra á internetinu í farsíma fer nú öll umferð í gegnum gagnaverið á Íslandi.

Í fréttinni segir að notendur muni ekki finna fyrir breytingunum og hraðinn verður sá sami eftir breytingar.

Fréttina má lesa hér .