*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 25. september 2013 13:48

Þorbjörg segir brotthvarf Gísla valda vonbrigðum

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi segir brotthvarf Gísla Marteins úr borgarstjórn vera vonbrigði. Hún sjálf er enn óákveðin.

Ritstjórn
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi.
Haraldur Jónasson

„Þetta eru vonbrigði fyrir borgarstjórn og fyrir Sjálfstæðisflokkinn og við eigum eftir að finna fyrir því strax hvað hann hafði mikil og jákvæð áhrif á borgarmálin,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Hún og Gísli Marteinn hafa átt mikið samstarf í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 2002. Gísli Marteinn tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að hætta í stjórnmálum og stýra þætti sem tekur við af Silfri Egils.

Gísli Marteinn og Þorbjörg Helga hafa, ásamt Júlíusi Vífli Ingvarssyni, Kjartani Magnússyni, Guðlaugi Þ. Þórðarsyni og Halldóri Halldórssyni helst verið orðuð við oddvitasæti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Þorbjörg Helga segir að ákvörðun Gísla Marteins muni hafa áhrif á sig en hún sé enn óákveðin í því hvað hún geri.

Í pistli á vefsíðu sinni segir Gísli að ein ástæða þess að hann yfirgefi borgarmálin sé sú að það sé leiðinlegt að standa í stöðugum illdeilum, ekki síst við félaga og vini sem sér þyki vænt um. Það hafi því ekki verið erfitt að ákveða að stíga til hliðar og leyfa öðrum að eiga sviðið.

„Ég er enn að hugsa málin af sömu ástæðu og Gísli. Þá er ég að vísa til þess sem hann segir um átök,“ segir Þorbjörg Helga. Hún segir að þau Gísli hafi bæði mikinn áhuga á hugmyndafræðilegum hlutum, Hún í menntamálum en hann í skipulagsmálum. Í slíkum aðstæðum geti verið mjög erfitt að slást um eitthvað, einungis til þess að ná pólitískum frama. „Til lengri tíma hefur það neikvæð áhrif ,“ segir hún.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim